top of page

SKILALÝSING

Kuggavogur 5

Almennt
Kuggavogur 9 er fjölbýlishús með fjórum stigahúsum með lyftu. Inngangar eru frá Kuggavogi og Drómundarvogi og um inngarð. Geymslur í kjallara fylgja hverri íbúð. Stæði í bílakjallari fylgir flestum íbúðum. Rúmgóðar vagna og hjóageymslur eru í sameign.

Útveggir:

Allir veggir eru staðsteyptir, einangraðir með steinull og klæddir flísum og cembrits. Veggir innaf svölum og á svalagöngum eru timburklæddir. Litir á klæðningu eru að vali arkitekts.

 

Þak:

Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum. Ofan á steypa plötu er tvöfalt lag af eldsoðnum asfaltpappa. Einangrun er rakaþolin þrýstieinangrun og ofan á hana er lagður vatnsvarnardúkur sem andar og þar ofaná torf tvöfalt lag af torfi þar sem við á. Niðurföll eru tengd regnvatnslögnum.

 

Raflagnir:

Lampar eru frágengnir á svölum og almennt utanhúss.

 

Gluggarog útihurðir:

Gluggar og svalahurðir eru ál-/tréuppbyggðir af gerðinni Nordex tré-ál. Framleiðandi Arlanga wood og Þeir eru vottaðir og slagveðursprófaðir. Opnanleg fög og svalahurðir eru með opnunarstillingu til loftunar. Útihurðir eru skv. teikningu arkitekts. Allt gler er í samræmi við kröfur í byggingarreglugerð varðandi hljóðvistarkröfur og einangrun.

 

Gler:

Gler er K-gler eða sambærilegt og skv. teikningum og byggingarreglugerð. Með glerinu fylgir sú ábyrgð sem framleiðandi glersins veitir.

 

Svalir:

Svalahandrið eru úr áli og gleri með gustlokun og gólf eru með timburklæðningu.

Lóð:

Bílastæði eru afmörkuð með máluðum línum. Garður verður frágengin með grasi og hellum samkv. lóðateikningu.

 

Bílgeymsla:

Er sameiginleg . Af heildarfjölda bílastæða tilheyra 37 stæði bílageymslu. Bílgeymsla er loftræst og eldvarin með vatnsúðakerfi með sér inntaksklefa. Bílgeymslan er lítilsháttar upphituð þ.e hitastig rétt undir 10°C. Gert er ráð fyrir lagnaleið að hverju stæði fyrir möguleika á rafhleðslustöð. Bílgeymslan skilast með máluðum veggjum

Búnaður:

Húsnúmer verður sett upp á áberandi stað á útvegg.

Veggir:

Veggir í forstofu, forrýmum lyfta og íbúða eru sandspartlaðir og málaðir en aðrir veggir sameign eru málaðir en ekki sandsparlaðir. Léttir veggir í sérgeymslum eru kerfisveggir úr blikkgrind með neti að ofan.

 

Gólf:

Gólf í forstofu og forrými 1 hæðar við lyftu eru flísalögð. Gólf í stigahúsum eru teppalögð. Gólf í sérgeymslum, geymslugöngum, hjóla- og vagnageymslum og tæknirýmum eru máluð með gólfmálningu.

 

Loft:

Loft eru máluð í ljósum lit.

 

Rafmagn:

Raflagnir í sameign eru fullfrágengnar með ljósastæðum skv. teikningum raflagnahönnuðar. Rafmagnskostanður íbúða og sameignar er sameiginlegur og skiptist eftir eignarhluta íbúðar í matshluta skv.eignaskiptasamningi.

 

Pípulögn:

Gólfhiti er í gólfum, hitanemar í herbergjum skv. teikningum lagnahönnuðar.


Lyftur:

Fólkslyftur eru frá Schindler og skv. teikningum og byggingarreglugerð.

 

Stigahús:

Stigaþrep og hvíldarpallar eru teppalagðir. Veggir eru sparslaðir og og málaðir með plastmálningu.

Frágangur íbúða inni

 

Almennt:
Íbúðir eru seldar fullbúnar með innréttingum og gólfefnum. Gólf eru lögð prketi og flísum í baðherberjum og þvottahúsum.

Veggir:

Útveggir og hluti innveggja eru steyptir með sléttri áferð. Léttir innveggir verða úr gifssteinum. Allir veggir eru sandspartlaðir og grunnmálaðir undir tvær umferðir af plastmálningu í ljósum lit skv. ákvörðun hönnuðar. Hluti veggja í baðherbergjum eru flísalagðir í hæð ca 220 cm en aðrir veggir eru málaðir með rakaþolnu málningakerfi.

Loft:

Eru sandspörtluð og grunnmáluð og máluð með tveimur umferðum af plastmálningu í ljósum lit skv. ákvörðun hönnuðar.

 

Innihurðir:

Eru yfirfeldar frá Húsamiðjunni. Hurðarhúnar eru með burstaðri áferð, af gerðinni Hoppe .

Flísar og gólfefni:

Gólfísar eru frá ítalska framleiðandanum Iris Ceramica, af gerðinni Calx í litnum Sabbia, stærð 30x60 cm. Veggflísar eru frá ítalska framleiðandanum Iris Ceramica, af gerðinni Calx í litnum Bianco, stærð 30x60 cm. Harðparket er af gerðinni Eik Alpine WH frá Agli Árnasyni.

 

Innréttingar:

Allar innréttingar í eldhúsum, baðherbergjum og þvottahúsum ásamt fataskápum í herbergjum og forstofum eru sérsmíðaðar af Sérverki. Hurða- og skúffuforstykki ásamt borðplötum eru plastlögð með viðaráferð.

 

Eldhústæki:

Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki af gerðinni AEG. Íbúðum er skilað með keramik helluborði, blástursofni með burstaðri stáláferð, hvítum eldhúsháf.

Hreinlætistæki:

Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa og hvítum þrýstihnappi á vegg. Handlaug er sporöskjulaga, felld ofan á borðplötu með einnar-handar blöndunartæki. Sturtur eru með flísalögðu gólf með vatnshalla að aflöngu niðurfalli upp við vegg. Sturtutæki er hitastýrt með sturtustöng og handsturtu.

Þvottahús:

Gólf þeirra eru flísalögð með flísum frá ítalska framleiðandanum NAX-B af gerðinni Pro Stone í stærð 30 x 60 cm. Vegghengdur stálvaskur með blöndunartækjum.

Rafmagn:

Rofar og tenglar eru hvítir. Símatenglar eru frágengnir í samræmi við teikningar lagnahönnuðar. Lampar eru í eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi og sérgeymslu.

 

Lampar:
Loftlampar eru í eldhúsi, þvottahúsi, baði og geymslu. Innfeld ljós eru í hluta af loftum.

Hitalögn:

Húsið er á upphitað með gólfhita, hitanemar eru í herbergjum.

Loftræsting:

Rafrænt loftræstikerfi með útsogi er í gluggalausum rýmum skv. byggingarreglugerð. í öllum íbúðum eru lofttúður með innbyggðri hljóð- og ryksíu sem tryggja innstreymi og þar með hringrás lofts um heimilið.

Afhending íbúða
Íbúðakaupandi og seljandi yfirfara íbúð saman og sannreyna ástand íbúarinnar. Ef gallar eða vanefndir koma í ljós skal seljandi lagfæra galla eins fljótt og auðið er. Íbúðir eru afhentar hreinar. Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis, tæknilegar og útlits breytingar meðan á byggingaframkvæmd stendur. Engar breytingar eru leyfðar á íbúðum.

 

Skipulagsgjald:
Kaupandi greiðir skipulagsgjald af eigninni, þegar það verður lagt á.

Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til aðtryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna.Reikna má með að sprungur myndist á veggjum og loftum meðan húsið er að jafna sig, má reikna með að þurfi að endurmala allt að 3 til 4 árum liðnum. Sem flokkast undir eðlilegt viðhald.

Íbúðir verða afhentar á tímabilinu desember-febrúar 2020

 

 

Fyrirvarar og til áréttingar (það sem við á)

 

  • Seljandi áskilur sér rétt til að gera breyta teikningum á byggingartímanum í samráði við hönnuði að fengnu samþykki byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.

  • Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna. Hafa þarf rakastig í huga áður en viðargóf eru lögð á gólf íbúða.

  • Íbúðareigandi gæti þurft að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og fylgjast með niðurföllum í þvottahúsi, baði og úti á svölum.

  • Nauðsynlegt er að sílanbera steiningu eða á ca. 2ja ára fresti.

  • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum reglulega.

  • Íbúðaeigendum er kunnugt um dælur í dælubrunnum sem þarf að fylgjast með skipulega svo og niðurföll sem þarf að hreinsa sem og öryggisdælu.

  • Við afhendingu skal kaupandi skoða íbúðina ítarlega. Ef einhverjir ágallar finnast skal kaupandi, áður en hann hefur framkvæmdir í íbúðinni, afhenda fulltrúa Sérverks undirritað eyðublað þar sem þessir ágallar eru taldir upp.

  • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.

  • Aðalhurðir á hverju stigahúsi svo og bílageymsluhurðir verður að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.

  • Hafi kaupandi einhver umkvörtunarefni fram að færa vegna hinnar seldu íbúðar, skal hann strax beina umkvörtun sinni til umsjóna- og tæknistjóra hússins.

  • Íbúðarkaupendur gera sér grein fyrir að í sérgeymslum og öðrum geymslum geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins.

bottom of page