top of page

SKILALÝSING

Súðarvogur 9 - 11

Súðarvogur 9-11, 104 Reykjavík

Útgáfa 1.0, 17. október 2022

Almennt

Súðarvogur 9 og 11 eru fjölbýlishús með þremur stigahúsum með lyftu; samtals 46 íbúðir. Inngangar eru frá Súðarvogi og Drómundarvogi og um inngarð. Geymslur í kjallara fylgja hverri íbúð. Stæði í bílakjallara fylgja flestum íbúðum. Vagna- og hjólageymslur eru í sameign.

Arkitektar og aðalhönnuðir:   Tendra arkitektar ehf.

Verkfræðihönnun:   VSÓ Ráðgjöf ehf.

Hljóðráðgjöf:   Myrra hönnunarstofa ehf.

Brunahönnun:   Lota ehf.

Byggingaraðili:   Viðskiptavit ehf.

Frágangur utanhúss

Útveggir:

Allir útveggir eru staðsteyptir, einangraðir með steinull og klæddir álklæðningu í grálituðum  tón.

 

Þak:

Þakplata er steypt með vatnshalla að niðurföllum utan þaka á efstu hæð sem eru úr stáli/stálplötum. Ofan á steypta plötu er tvöfalt lag af eldsoðnum asfaltpappa. Einangrun er rakaþolin þrýstieinangrun og ofan á hana er lagður viðurkenndur dúkur. Þar ofan á er tvöfalt lag af torfi þar sem við á. Niðurföll eru tengd regnvatnslögnum.

 

Raflagnir:

Útilýsing er frágengin.

 

Gluggar og útihurðir:

Gluggar og svalahurðir eru ál-/tréuppbyggðir. Framleiðandi er HCTC og söluaðili er Gluggagerðin ehf. Gluggar eru vottaðir og slagveðursprófaðir. Opnanleg fög og svalahurðir eru með opnunarstillingu til loftunar. Útihurðir eru ýmist úr áli eða ál/tré. Allt gler er í samræmi við kröfur í byggingarreglugerð varðandi öryggi, hljóðvistarkröfur og einangrun.

 

Gler:

Gler er K-gler eða sambærilegt og skv. teikningum og byggingarreglugerð. Með glerinu fylgir sú ábyrgð sem framleiðandi glersins veitir. Gler skv. leiðbeiningarblöðum HMS.

 

Svalir:

Svalahandrið eru uppbyggð úr áli, klædd að utanverðu með sömu utanhússklæðningu og er á húsinu almennt en með viroc plötum að innan.

Lóð:

Bílastæði utanhúss eru afmörkuð með máluðum línum og með grassteini/plasti. Lóð verður fullfrágengin. Leiktæki og útihúsgögn fylgja ekki með. Gróður getur færst til og/eða minnkað/aukist miðað við lóðarteikningu. Efnisval getur einnig tekið breytingum.

Búnaður:

Húsnúmer verða sett upp á útvegg.

Frágangur sameignar

Bílgeymsla:

Er sameiginleg. Af heildarfjölda einkabílastæða tilheyra 46 stæði bílageymslu. Bílgeymsla er frostfrí, hún er loftræst og eldvarin með vatnsúðakerfi með sér inntaksklefa. Gert er ráð fyrir lagnaleið að hverju stæði fyrir möguleika á rafhleðslustöð. Bílgeymslan skilast með sprautumáluðum veggjum en loft bílakjallara er ómálað.

Geymslur:

Léttir veggir í sérgeymslum eru kerfisveggir úr blikkgrind frá Rými ehf. Veggir og loft í sameignarrýmum eru sprautumáluð í ljósum lit.

 

Gólf:

Gólf í forstofu og forrými 1. hæðar við lyftu eru flísalögð með 30x60 cm2 flísum frá Álfabog, Carnaby Street Dark Grey. Gólf í stigahúsum eru teppalögð. Gólf í sérgeymslum, geymslugöngum, hjóla- og vagnageymslum og tæknirýmum eru máluð með þar til gerðri gólfmálningu.

Rafmagn:

Raflagnir í sameign eru fullfrágengnar með ljósastæðum skv. teikningum raflagnahönnuðar. Rafmagnskostnaður sameignar er sameiginlegur og skiptist eftir eignarhluta íbúðar í matshluta skv. eignaskiptasamningi.


Lyftur:

Fólkslyftur eru frá viðurkenndu merki skv. teikningum og byggingarreglugerð.

 

Stigahús:

Stigaþrep og hvíldarpallar eru teppalagðir. Veggir eru sandspartlaðir og málaðir með plastmálningu og í ljósum lit, mögulega verða einhverjir veggir með sjónsteypu. Stórir veggir í sameign geta sýnt ljósbrot í yfirborði.

Frágangur íbúða inni

 

Almennt:

Íbúðir eru seldar fullbúnar með innréttingum en án gólfefna. Gólf á baðherbergjum og þvottahúsum þar sem það á við eru flísalögð.

Veggir:

Útveggir og hluti innveggja eru steyptir með sléttri áferð. Léttir innveggir innan íbúða eru hlaðnir með Lemga steinum frá Steypustöðinni. Allir veggir eru sandspartlaðir og grunnmálaðir undir tvær umferðir af plastmálningu í ljósum lit. Hluti veggja í baðherbergjum eru flísalagðir í hæð u.þ.b. 220-240 cm en aðrir veggir eru málaðir með rakaþolnu málningakerfi.

Loft:

Eru sandspörtluð og grunnmáluð og máluð með tveimur umferðum af plastmálningu í ljósum lit.

 

Innihurðir:

Eru yfirfelldar og hvítar að lit, söluaðili er Parki.

Flísar og gólfefni:

Gólf- og veggflísar í íbúðum eru af gerðinni Carnaby Street Grey 30x60 cm2.

 

Innréttingar:

Allar innréttingar í eldhúsum, baðherbergjum og þvottahúsum ásamt fataskápum í herbergjum og forstofum eru sérsmíðaðar og ná til lofts. Framleiðandi er VOKE III. Hurða- og skúffuforstykki ásamt hliðum eru með viðaráferð eða sprautulökkuð. Borðplötur eru úr harðpressuðum viðarplötum.

 

Eldhústæki:

Íbúðunum fylgja vönduð eldhústæki frá Electrolux. Íbúðum er skilað með span helluborði, blástursofni með burstaðri stáláferð og eldhúsháf.

Hreinlætistæki:

Salernisskál er vegghengd með innbyggðum vatnskassa og þrýstihnappi á vegg. Handlaug er felld ofan í borðplötu með einnar-handar blöndunartæki. Sturtur eru með flísalögðu gólfi með vatnshalla að aflöngu niðurfalli upp við vegg. Sturtutæki er hitastýrt með loft/veggsturtu og handsturtu.

Þvottahús:

Gólf þvottahúsa eru flísalögð með Carnaby Street Grey 30x60 cm2. Til staðar er innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Þar sem þvottarými er á baðherbergjum er þar til gerð innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Gert er ráð fyrir að þurrkari sé með rakaþétti.

Rafmagn:

Rofar og tenglar eru hvítir. Nettenglar eru frágengnir í samræmi við teikningar lagnahönnuðar. Loftlampar eru í eldhúsi, þvottahúsi, baðherbergi og sérgeymslu.

Hitalögn:

Húsið er á upphitað með gólfhita, hitanemar eru í herbergjum. Ef um rafhlöðuskynjara er um að ræða þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um regluleg rafhlöðuskipti eftir atvikum.

Loftræsting:

Rafrænt loftræstikerfi með útsogi er í gluggalausum rýmum skv. byggingarreglugerð. Í öllum íbúðum eru lofttúður með innbyggðum hljóð- og ryksíum sem tryggja innstreymi fersklofts.

 

Tegundalisti:

Flísar: 30x60 cm2 Carnaby Street Gray og Carnaby Street Dark Grey , söluaðili Álfaborg

Málning íbúða: P6 á veggi og Extreme 1 á loftafleti, söluaðili Sérefni

Innihurðar: Dana, söluaðili Parki

Innréttingar og fataskápar: Voke-III

Eldhústæki: ELECTROLUX, söluaðili Voke-III

Geymsluveggir: Kerfisveggir úr stáli, söluaðili Rými ehf

Fólkslyftur: Söluaðili Íslandslyftur

Léttir veggir: Lemga, söluaðili Steypustöðin

Afhending íbúða

Íbúðakaupandi og seljandi yfirfara íbúð í sameiningu við afhendingu. Sannanlega galla eða vanefndir sem í ljós koma við yfirferð íbúða ber seljanda að lagfæra eins fljótt og auðið er. Íbúðir eru afhentar hreinar. Seljandi áskilur sér allan rétt til að gera efnis-, tæknilegar- og eða útlitsbreytingar meðan á byggingaframkvæmd stendur. Engar breytingar eru leyfðar á íbúðum, af hálfu kaupanda, áður en til afhendingar kemur.

 

Skipulagsgjald:

Kaupandi greiðir skipulagsgjald sem er nú 0,3% af endanlegu brunabótamati af eigninni, þegar það verður lagt á.

 

Fyrirvarar og til áréttingar (það sem við á)

 

  • Skilalýsing þessi er gerð með fyrirvara um mögulegar minniháttar breytingar sem rýri ekki gæði íbúðanna.

  • Teikningar geta tekið breytingum á byggingartímanum enda sé það gert í samráði við hönnuði að fengnu samþykki byggingaryfirvalda sé þess þörf vegna tæknilegra útfærslna.

  • Í nýjum íbúðum er mikill byggingaraki í steypuvirkinu. Þessi raki mun hverfa á einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni. Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á glerinu getur vatnið skemmt gluggann, gólfefni, málningu og spörslun. Því er mikilvægt að hafa gluggafögin lítillega opin til að tryggja útloftun, sérstaklega þegar tekur að kólna. Hafa þarf rakastig í huga áður en viðargólf eru lögð á gólf íbúða.

  • Reikna má með að sprungur myndist á veggjum og í loftum meðan húsið er að jafna sig því má reikna með að þurfi að endurmála allt að 2 til 4 árum liðnum. Slíkt flokkast undir eðlilegt viðhald íbúðareiganda.

  • Íbúðareigandi þarf að hreinsa sigti á blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og fylgjast með niðurföllum m.a. í þvottahúsi, baði og úti á svölum.

  • Óvarða steypta veggi skal sílanbera  á ca. 2ja ára fresti.

  • Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum reglulega.

  • Dælum í dælubrunnum þarf að fylgjast með reglulega svo og niðurföll sem þarf að hreinsa sem og öryggisdælu.

  • Fyrir afhendingu fara kaupandi og fullrúi seljanda ítarlega yfir íbúðina. Kaupandi staðfestir þá skoðun með undirritun sinni á eyðublað og hafi kaupandi einhverjar athugasemdir, skulu þær koma þar fram.

  • Varast ber að setja plastfilmu eða merkingu á gler eða setja gardínur þétt að gleri vegna rakamyndunar og sprunguhættu.

  • Aðalhurðir á hverju stigahúsi svo og bílageymsluhurðir verður að fylgjast vel með og umgangast þannig að engar þvinganir verði við umgang þeirra. Reglulegt viðhald hurðanna er nauðsynlegt.

  • Kaupendum er skylt að fylgja reglugerðum við lagningu gólfefna þannig að hljóðvist húsins skerðist ekki.

  • Í sérgeymslum og öðrum geymslum geta verið lagnir í loftum og á veggjum sem nauðsynlegar eru vegna lagnaleiða hússins.

Komi til framkvæmda hjá kaupanda eftir afhendingu þá er ekki heimilt að skerða burðarþol, hljóðvist o.þ.h., þá má ekki framkvæma og eða vinna breytingar sem hafa áhrif á eða tilheyra sameign hússins.

bottom of page