SKILALÝSING
Hringhamar 6-8
Skilalýsing þessi er hluti af kaupsamningi íbúða. Byggingaraðili áskilur sér þó rétt til að gera útlits-, efnis-
og tæknilegar breytingar á byggingartíma en þá og því aðeins að um sambærilegar lausnir sé að ræða
með tilliti til gæða.
Byggingaraðili, hönnuðir og söluaðilar
Byggingaraðili: Byggðarlag ehf.
Verkefna- og byggingarstjórn: Valsberg Mannvirkjalausnir ehf.
Söluaðilar: Miklaborg
Hönnuðir:
-
Arkitektar hússins eru T.ark
-
Burðarþolshönnun er hjá AVH og Acetra
-
Lagnahönnun er hjá Teknik
-
Hljóðhönnun er hjá Myrra
-
Brunahönnun er hjá Örugg verk
-
Raflagna og Iýsingarhönnun er hjá Lumex
-
BREEAM ráðgjöf: Acetra og Net Zero
Almennt um Hringhamar 6-8
Um er að ræða tvær íbúðarbyggingu á 4 hæðum annarsvega og 7 hæðum hinsvegar á Ióðinni Hringhamar 6-
8, alls 70 íbúðir. Íbúðir afhendast fullbúnar, án gólfefna. Öllum íbúðum fylgir afnotaréttar af hjóla- og
vagnaskúr sem staðsett er á lóðinni.
Frágangur utanhúss
Burðarvirki og utanhússklæðning
Húsið skilast fullbúið að utan. Burðarvirki hússins er gert úr CLT, krosslímdu timburburðarvirki. Útveggir
eru úr CLT, einangraðar að utan með steinullareinangrun og klæddar með báruklæðningu frá Málmtækni.
Litur báruklæðningar á húsi er ”dark gray”. Stigahús klætt með báru í litnum ”brown patina”.
Innskot og svalir þriðju hæðar eru klæddar með bambusklæðningu frá FLEXI. Framleiðandi er MOSO
Bamboo. Varan er LEED og BREEAM vottuð.
Sökklar eru steyptir á staðnum. Gólfplata 1. hæðar er staðsteypt með 10 cm einangrun undir plötu.
Loftaplötur eru CLT timbureiningar, en ofan á þeim eru einangrun og ásteypulag. Þak er mænisþak. Þakið
er úr CLT einingum með 145 mm einangrun og klætt með sömu báruklæðningu og útveggir.
Gluggar og útihurðir
Gluggarnir og útihurðirnar eru Roda. Karmar glugga og útihurða eru úr tré og málaðir með hvítum lit (RAL
9010). Gluggarnir og útidyrnar eru klæddir með álkápu að utanverðu með litnum RAL 7022. ÖII opnanleg
fög glugga eru með læsingarjárni. Útidyrnar eru með ASSA lyklakerfi. Allar útihurðir eru með 83 cm
umferðarbreidd að lágmarki og að lágmarki 200 cm á hæð. Tvöfalt verksmiðjugler, einangrunargler, frá
viðurkenndum framleiðanda verður í húsinu.
Svalir og útitröppur
Svalir eru úr stáli, zinkhúðaðar og pólýhúðaðar í litnum RAL 8024. Svalir eru klæddar að ofan með timbri.
Svalir 2. hæðar eru klæddar að neðan með óbrennanlegum v-roc plötum eða sambærilegt. Stigagangur er
teppalagður. Svalagangar eru með sementstrefjaplötum í loftum og á gólfum. Á hæðum fyrir ofan 1.
hæð.er bambusklæðning á svalagangi. Á 1.hæð eru stéttar að útihurðum.
Lóð
Lóð er frágengin með hellum, malbiki og grasflötum. Afmarkaðir sérafnotareitir eru frágengnir með hellum
næst húsi og grasi að lóðarmörkum.
Á lóð eru djúpgámar fyrir sorp norðan meginn við Hringhamar 6.
Snjóbræðsla er staðsett við innganga og á hluta gangstíga lóðar. Einnig í og frá stæðum hreyfihamlaðra.
Á svæði milli húsanna eru hellulagðir gangstígar. Græn svæði verða milli húsa með runnagróðri og opnu
svæði.
Frágangur innanhúss
Gólf
Íbúðir eru án gólfefna og skilað með gipsplötum ofan á hljóðdempunargólfi (Granab). Gólf í baðherbergjum
verða flísalögð með 30x60 flísum. Andyri er ekki flísalagt.
Veggir og loft
Útveggir verða klæddir með gipsi að innan beint á CLT. Aðrir burðarveggir verða klæddir að innan með
gipsi.
Innveggir/léttir veggir verða hefðbundnir gipsplötuveggir með þéttull á milli.
Votrými/baðherbergi eru forframleidd frá Greenbox.
Allt gips verður grunnað og málað tvær umferðir með litnum ”Litasýn 0500 hvítt” frá Flugger, gljástig 2% á
loft og á veggi 5% þar til fullnægjandi þekju verður náð.
Loft eru gipsloft, spörtluð og máluð eins og gipsveggir. Gips í loftum er fest á leiðara grind úr timbri. Á
baðherbergjum eru loft einnig tekin niður og klædd með rakaþolnu gipsi.
Skápar í herbergjum
Allar innréttingar eru frá VOKE3. Skápar eru breytilegir í stærð eftir herbergjum. Leitast verður við að hafa
hengi, hillur og/eða skúffur í hverri samsettri skápaeiningu. Að innan verða skápar hvítir eða Ijósgráir en
að utan með litnum Cashmere 5981 BS. Skápar eru í flestum hjóna- og barnaherbergjum, en á sumum
stöðum eru ekki skápar.
Eldhús
Allar innréttingar eru frá VOKE3. Innrétting í eldhúsi er teiknuð sérstaklega upp fyrir framleiðslu. Allir
skápar verða hvítir eða Ijósgráir að innan en með litnum Cashmere 5981 BS plastlagt að utan. Borðplata
er HPL 40 mm þykk og með heitið 4298 UE Light Atelier K217 GG White Andromeda. Ljúflokanir verða á
öllum hurðum og skúffum innréttinga. Handföng eru annaðhvort úr málmi eða innfelld.
Með eldhúsinnréttingu fylgir bakaraofn, spanhelluborð og háfur eða kolasíuháfur. Tæki frá Electrolux eða
sambærilegt. Blöndunartæki í eldhúsi eru svokölluð „einnarhandar“ tæki, Grohe eða sambærilegt á
stálvaski.
Hurðir
Innihurðir eru hvítar frá Húsamiðjunni. Handföng eru með stál áferð eða sambærilegt.
Bað- og þvottaherbergi
Baðherbergin koma forframleidd og tilbúinn frá danska fyrirtækinu Green Box og eru flísalögð í hólf og gólf
og með sturtu, innréttingu, spegli og skápum.
Rafkerfi
Raflagnir eru fullfrágengnar. Rofar og tenglar eru frá Rafport. Ljós eru sett upp í baðherbergi og eldhús.
Kastarabrautir eru í eldhúsum íbúða.
Gengið er frá aðalrafmagnstöflu í húsi, með möguleika á að geta tengt við hana bílahleðslustöð fyrir merkt
stæði samanber lóðateikningu.
Hitakerfi
Ofnar eru í íbúðum og handklæðaofnar á baðherbergjum. Hitavatnslagnir eru úr PEX A frá BYKO.
Hitanemar eru frá framleiðandanum Heimeier og eru seldir í Vatn og Veitur. Hiti er sameiginlegur.
Neysluvatnskerfi
Neysluvatnslagnir eru úr Upanor PEX frá Tengi og stofnlagnir úr ryðfriu stráli. Varmaskiptir með
vatnshitastýringum er á heitu neysluvatni.
Loftræsting
Sérstæð loftræsting er í öllum ibúðum sem er orkusparandi, tryggir ferskt loft og kemur í veg fyrir
undirþrýsting í íbúðum. Loftræstingu er stýrt úr loftræstiskáp og sjá nánari leiðbeiningar vegna noktunar og
þjónustu í handbók loftræstingar sem staðsett er í skáp.
Lýsing
Ljós eru frágengin í eldhúsi og baðherbergi. Að öðru leyti afhendist íbúðín með einu perustæði í hverju
rými. ÖII útiljós og ljós í sameign verða frágengin.
Öryggiskerfi
Hver íbúð er sjálfstætt brunahólf. Í íbúðum er reykskynjari og handslökkvitæki.
Sameign
Í kjallara eru geymslur sem eru skildar af með netgrindum og einnig er það inntaksrými. Hjólageymsla er á
lóð.
Tæknirými/Inntaksrými
Er í kjallara húsins fyrir vatn og rafmagn. Sér klefi er fyrir misturkerfi á 1.hæð.
Annað
Skilalýsing þessi er hluti af kaupsamningi. Vakin er athygli á því að byggingarðili áskilur sér rétt til að gera
útlits-, efnis- og tæknilegar breytingar á byggingartíma. Leitast verður við að halda a.m.k. sambærilegum
gæðum byggingarhluta og íhluta, breytist þeir á byggingartíma.
Vísað er til hönnunargagna (m.a. byggingarnefndarteikninga) varðanda nákvæmar útfærslur á atriðum
sem ekki koma fram í skilalýsingunni. Auglysingaefni og 3D teikningar eru eingöngu til hliðsjónar, komì
upp misræmi eru samþykktar teikningar hönnuða gildandi. Almennt miðast skil hússins við vandaðan
frágang og viðurkennd skil á nýju íbúðarhúsnæði.
Vegna framkvæmda kaupenda skal það tekið fram að ekki er leyfilegt að skerða burðarþol, hljóðvist og
annað er tilheyrir húsinu.
Athugið að í nýjum íbúðum getur verið byggingaraki í byggingarhlutum. Rakinn mun að jafnaði hverfa á
einu til tveimur árum en það er þó algjörlega háð útloftun í íbúðinni og er kaupandi hvattur til að tryggja
fullnægjandi loftskipti og útloftun í íbúðinni. Reikna má með að í nýju húsnæði myndist minniháttar
sprungur vegna þornunar og hreyfingar hússins í nokkurn tíma eftir að farið er að búa í íbúðinni. Það á við
um steypu, CLT og gips. CLT er náttúrulegt efni sem hreyfist þó hægja taki á hreyfingunni með tímanum.
Þess vegna er ráðlagt að bíða með endurmálun á íbúðinni amk fyrstu 12 mánuði eftir afhendingu.
Mælt er með að fínstilla hita- og vatnsstýrikerfi hússins eftir afhendingu.
Nauðsynlegt er að fylgjast með vatnsmyndun (döggun) innan á gleri. Ef mikil bleyta safnast saman neðst á
glerinu getur vatnið skemmt glugga, gólfefni, málningu og spörtlun. Því getur verið mikilvægt að hafa
gluggafögin lítillega opin til að tryggja útloftun.
Kaupendur eru hvattir til að fylgjast reglulega með niðurföllum og eftir atvikum fjarlægja rusl og gróður til
að rigningarvatn komist óhindrað í niðurföllin. Eins er mælst til þess að kaupendur annist snjómokstur upp
við húsið þegar snjóa tekur. Ef það er ekki gert, getur snögg bráðnun á miklum snjó og ís mögulega valdið
tjóni.
Kaupandi gæti þurft að hreinsa sigti í blöndunartækjum nokkrum sinnum eftir að flutt er inn í íbúðina og
nauðsynlegt er að fylgjast með niðurföllum á baði og á þaksvölum.
Nauðsynlegt er að smyrja lamir á opnanlegum fögum og svalahurðum til að viðhalda búnaði og koma í veg
fyrir óþarft slit og stífleika.
Seljandi áskilur sér rétt til að láta breyta teikningum á byggingartímanum í samráði við arkitekt og hönnuði
að fengnu samþykki byggingayfirvalda se þess þörf vegna tæknilegra útfærslna. Seljanda er heimilt að
hnika veggjum litilsháttar vegna lagna og annara óviðráðanlegra íhluta.
U.þ.b. viku fyrir afhendingu íbúða fer fram sameiginleg skoðun íbúðarkaupanda og fulltrúa seljanda þar
sem farið er yfir helstu atriði og bætt úr ef einhverjir ágallar finnast. Við skoðunina verður útbúin skýrsla,
með atriðum sem þarf að bæta úr, sem báðir aðilar skrifa undir.
Kjósi kaupandi að gera breytingar á íbúðinni verða þær gerðar á eigin ábyrgð í kjölfar afhendingar.
Lóð verður ekki að fullu frágengin við afhendingu og munu vera framkvæmdir í henni eftir að eignir verða
afhentar sem kaupandi er upplýstur um og sættir sig við.
Teikningar
Vísað er til samþykktra teikninga byggingarfulltrúa er varðar úttektarskylda þætti. Byggingaraðili áskilur sér
til að gera minniháttar útfærslubreytingar á útliti og yfirborðsfrágangi á byggingartíma. Sjánar í kafla Annað
hér að framan.